Góðar líkur á að Arsenal sé að missa bakvörð – DV

0
224

Mikel Arteta og Kieran Tierney

­Það eru góðar líkur á því að bakvörðurinn Kieran Tierney sé á förum frá Arsenal í sumarglugganum.

Frá þessu er greint í dag en Tierney er ekki að fá mörg tækifæri hjá Arsenal þessa dagana.

Tierney hefur spilað með þeim ensku undanfarin fjögur ár og var upphaflega mikilvægur hlekkur í liði Mikel Arteta.

Meiðsli hafa þó sett strik í reikning Tierney sem er 25 ára gamall í dag og er heill heilsu en fær lítinn spilatíma.

Samkvæmt Fabrizio eru ansi góðar líkur á að Tierney sé á förum en hann lék áður með Celtic í Skotlandi.

Enski boltinn á 433 er í boði

Fleiri fréttir Mest lesið Nýlegt