godar-likur-a-ad-enska-urvalsdeildin-leyfi-fimm-skiptingar

Góðar líkur á að enska úrvalsdeildin leyfi fimm skiptingar

Hluthafar allra 20 knattspyrnufélaga í ensku úrvalsdeildinni hittast á fundi á morgun. Meðal umræðuefna verður möguleikann á því að leyfa fimm skiptingar á næstu leiktíð í einum og sama leiknum í stað þriggja eins og áður hefur verið. BBC segir frá.

Talið er ólíklegt að kosið verði um málið en marka má að vilji sé fyrir hendi í ljósi þess að félögin hafa ákveðið að taka málið til umræðu.

Fimm skiptingar voru leyfðar í fótboltanum í maí 2020 eftir að útgöngubann var sett á laggirnar í kjölfar kórónuveirufaraldursins.

Enska úrvalsdeildin var eina stóra keppnin til að taka regluna úr gildi fyrir tímabilið 2020-21. Sú ákvörðun var umdeild en sumir sögðu fleiri skiptingar gefa liðum með meiri breidd í leikmannahópnum aukið forskot á önnur lið.

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, og Pep Guardiola, knattpsyrnustjóri Manchester City sögðu ákvörðunina um að taka regluna úr gildi eiga þátt í aukningu vöðvameiðsla í ensku úrvalsdeildinni.

Alþjóðaráð fótbolta (IFAB), mældi með í október síðastliðnum að fimm skiptingar í hverjum fótboltaleik yrði gerð að almennri reglu í íþróttinni. Fimm skiptingar eru leyfðar í ensku bikarkeppninni en nú er talið líklegt að það verði einnig leyft í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili.


Posted

in

,

by

Tags: