-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Góðar líkur á að Lagerback komi inn í teymi Arnars og Eiðs – Fundað eftir áramót

Skyldulesning

Líkur eru á að Lars Lagerback komi inn í þjálfarateymi Arnars Þórs Viðarssonar hjá íslenska landsliðinu. Þetta kom fram á fréttamannafundi í dag.

Arnar Þór var ráðinn þjálfari Íslands í dag og Eiður Smári Guðjohnsen verður hann aðstoðarmaður. Lagerback gæti komið inn í það teymi

„Við höfum talað við Lars, við erum spenntir fyrir því að fá hann með okkur inn í undankeppnina hjá HM. Það er einfaldlega vegna þess að hann býr yfir gríðarlegri reynslu og gæðum, við teljum það að ef Lars er til í að koma inn í starfsliðið okkar. Þá mun það styrkja okkur til muna, hann er ný hættur með norska landsliðið og við skiljum að hann er ekki klár í að hoppa inn alveg strax,“ sagði Arnar Þór á fundi í dag.

Lagerback stýrði Íslandi á EM 2016 með Heimi Hallgrímssyni en var rekinn úr starfi hjá Noregi á dögunum. Hann mun funda með Arnari og Eiði Smára eftir áramót.

„Við erum búnir að tala okkur saman um að beint eftir áramót þá munum við hitta hann, hann kemur til Íslands eða við hittum hann. Þá stillum við öllum þeim hlutum upp, vonandi stígur hann inn í þetta.“

Innlendar Fréttir