Goðsagnir úr rauða hluta Norður-Lundúna snæddu saman í gær – DV

0
98

Goðsagnir úr gullaldarliði Arsenal snæddi saman í London í gær en þar mátti finna marga áhugaverða fyrrum leikmenn.

Í hópnum voru meðal ananrs Patrick Vieira og Thierry Henry en um er að ræða tvo af fremstu leikmönnum í sögu Arsenal.

Leikmennirnir fóru yfir gömlu góða dagana samkvæmt fréttum.

Þeir sem mættu í kvöldverðinn í London voru Martin Keown, Lee Dixon, Gael Clichy, Darren Dein, Thierry Henry, Jens Lehmann, Jeremie Aliadiere, Ray Parlour, Robert Pires, Patrick Vieira og Ian Wright.

Enginn af þessum mönnum starfar í þjálfun í dag en Vieira var rekinn frá Crystal Palace á dögunum.

Enski boltinn á 433 er í boði