Góður Bliki sótti sér 6,6 milljónir í gær – DV

0
8

Mánudagur 20.nóvember 2023

Helgin var gjöful fyrir Víkinga og Blika í Getraunum. Húskerfi Víkinga fékk 13 rétta á laugardaginn á Enska getraunaseðlinn og fá Víkingar í sinn hlut rúmar 4,4 milljónir króna.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem húskerfi Víkinga slær í gegn og fær 13 rétta en félagið er eitt öflugasta félagið á landinu í sölu getrauna undir styrkri stjórn Haraldar Haraldssonar framkvæmdastjóra Víkings.

Breiðablik lætur ekki sitt eftir liggja og það var Bliki sem var með alla leikina 13 rétta á Sunnudagsseðlinum. Fær hann fyrir það rúmar 6,6 milljónir króna í sinn hlut.

Fleiri fréttir Mest lesið Nýlegt