2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Góður gangur eftir úrlausn ágreinings

Skyldulesning

Risa­húsið rís í Vetr­ar­mýr­inni.

Risa­húsið rís í Vetr­ar­mýr­inni.

mbl.is/sisi

Framkvæmdir við fjölnota íþróttahúsið sem nú er að rísa í Vetrarmýri í Garðabæ hafa gengið vel í haust eftir að verkið hófst á ný í lok sumars. Heildarkostnaður vegna verksins hleypur á um fjórum milljörðum króna, og er þetta ein stærsta framkvæmd sem farið hefur verið í innan Garðabæjar. 

Ágreiningur hafði komið upp milli Garðabæjar og Íslenskra aðalverktaka (ÍAV), en sátt hefur nú náðst milli aðila. Fór málið fyrir gerðardóm, en með samkomulaginu var tryggt að verkið héldi áfram í millitíðinni. Fjárhæðin sem um ræðir voru um 200 milljónir króna, en ljóst er að 166 milljónir af því falla í hlut Garðabæjar að greiða. Dómur féll í málinu 23. nóvember sl.

,,Í gerðardómnum kemur fram að með samkomulaginu sem gert var í sumar var mikill sáttavilji hjá aðilum til að leysa úr í þeim ágreiningi sem var uppi og sérfræðingar frá báðum aðilum fóru gaumgæfilega yfir þá lausn sem var að lokum valin til að ljúka framkvæmd við grundun hússins og niðurrekstur staura,“ segir Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar. 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir