2.3 C
Grindavik
27. janúar, 2023

Gögn sem sýndu stað­setningu vélarinnar gengu manna á milli en rötuðu seint til lög­reglu

Skyldulesning


Björgunaraðilar munu freista þess að ná líkum og vél upp um leið og veður leyfir.
Björgunaraðilar munu freista þess að ná líkum og vél upp um leið og veður leyfir. Vísir/Vilhelm

Mikilvæg gögn, sem reyndust sýna nákvæmlega hvar flugvélina sem leitað var að í síðustu viku var að finna, gengu manna á milli en rötuðu ekki til þeirra sem stjórnuðu leitinni fyrr en seinna.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir að rakning á síma Josh Neuman, eins farþega vélarinnar, hafi sýnt hvar vélina var að finna í Þingvallarvatni. Fréttablaðinu hafi borist þau um klukkan sjö á fimmtudagskvöld, sama kvöld og vélin hvarf, og verið sögð komin í gagnagrun björgunarsveitanna.

Þá hafi þau gengið „milli manna í flugheiminum“.

Það hafi hins vegar ekki verið fyrr en aðfaranótt föstudags sem lögregla fékk gögnin. Þá hafi leit þegar verið hafin í Þingvallarvatni en það hafi ekki verið fyrr en gögnin bárust leitarstjórn sem vélin fannst á um 50 metra dýpi.

Fréttablaðið hefur eftir Oddi Árnasyni yfirlögregluþjóni að honum sé ekki kunnugt um það hvers vegna göngin bárust lögreglu svo löngu eftir að þau voru komin í dreifingu.


Tengdar fréttir

Rannsakandi hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir gríðarlega mikið að komast að flugvélinni sem liggur á botni Þingvallavatns sem fyrst. Stefnt er að því að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni þegar veður leyfir, líklega seint í þessari viku. 

Er­lendu ferða­mennirnir þrír sem létust í flug­slysi á Þing­valla­vatni á fimmtu­dag voru staddur hér á landi til að taka þátt í aug­lýsinga­her­ferð fyrir belgíska fata­línu. Þeir voru hér í hópi átta á­hrifa­valda og tveggja starfs­manna fyrir­tækisins.

Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar.

Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir