1.3 C
Grindavik
6. febrúar, 2023

Golþorskar í afla Egils frá Ólafsvík

Skyldulesning

Magnús Birgisson var ánægður með aflan enda mikið um stóra þorska. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikil fiskgengd hefur verið við Snæfellsnes að undanförnu og fyrir sjómenn er stutt að sækja á góð mið. Vel hefur veiðst til dæmis út af Öndverðarnesi, en þangað er fljótfarið úr höfnum hvort heldur er á Rifi eða úr Ólafsvík. Bátar koma gjarnan inn á miðjum degi og stundum er lestin nánast full.

Á miðvikudaginn var landað í Ólafsvík liðlega 22 tonnum úr Agli SH, stórum og góðum þorski sem er eftirsóttur til vinnslu.

Magnús Birgisson hampaði einum af golþorskunum sem veiddust og af nægum slíkum var raunar að taka úr kerunum. Eftir rysjótt tíðarfar og marga bræludaga hefur gefið vel til sjósóknar við Snæfellsnes að undanförnu. Þó eru ekki allir bátar á sjó, nokkrir treina sér kvótann en fara svo á fullt við veiðar þegar lengra er liðið fram á vorið.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir