7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Göngumaðurinn fundinn

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 28.11.2020
| 19:24

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Göngumaður sem um 100 björgunarsveitarmenn leituðu við Móskarðshnjúka fannst rétt fyrir klukkan sjö í kvöld. Hann er nú kominn niður á láglendið.

„Hann var nokkuð sprækur en honum var kalt og hann orðinn orkulítill,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Manninum var gefin næring og hlúð að honum. 

Maðurinn fannst í smá hæð og var veður farið að versna á svæðinu. Þá var komið kolniðamyrkur og orðið verulega kalt.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir