10.2 C
Grindavik
24. júní, 2021

Göt komin í klæðingu

Skyldulesning

Á Mikladal. Slitlagið er illa sprungið og jafnvel horfið á …

Á Mikladal. Slitlagið er illa sprungið og jafnvel horfið á nokkrum stöðum.

mbl.is/Gunnlaugur J. Albertsson

Klæðing á Bíldudalsvegi á Mikladal og í botni Tálknafjarðar er illa farin á löngum köflum. Vegurinn liggur á milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals og mátu sérfræðingar Vegagerðarinnar hann ónýtan í skýrslu sem gerð var fyrir tveimur árum.

Verstu skemmdirnar nú eru á 6-8 km kafla á Mikladal, skammt ofan Patreksfjarðar. Klæðingin er mikið sprungin og alveg farin á köflum. Styttri kafli er líka illa farinn í botni Tálknafjarðar.

Vegagerðarfólk frá Patreksfirði er að gera við klæðinguna á Mikladal til bráðabirgða, að sögn Bríetar Arnardóttur yfirverkstjóra, en varanlegri viðgerðir standa yfir í Tálknafirði. Bríet segir að viðgerðirnar á Mikladal komi ekki í veg fyrir frekari skemmdir. Hún hvetur vegfarendur til að gæta varúðar.

Vegagerðin lét kanna ástand klæðinga á Bíldudalsvegi og víðar á Vestfjörðum sumarið 2019. Niðurstaða skýrslu sérfræðinganna var að fimmtán kílómetra kafli á Bíldudalsvegi væri ónýtur en það er um helmingur vegalengdarinnar á milli þorpanna Patreksfjarðar og Bíldudals.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir