4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Gott og tímabært skref

Skyldulesning

Það er löngu tímabært að liðka til í reglum um heimaslátrun.  Það á svo eftir að koma í ljós hvernig þetta á eftir að nýtast bændum og neytendum.

Persónulega er ég bjartsýnn hvað það varðar og hef trú á því að bændur verði fundvísir á leiðir til að byggja betra samband við neytendur og finna styrkja jafnframt grundvöllinn fyrir búum sínum.

Ég held að þetta sé því býsna merkilegt skref og vonandi verður árangurinn slíkur að þetta verði útvíkkað og fært yfir til fleiri búgreina.

En nú færist „boltinn“ yfir til bændanna og ég býð spenntur eftir að sjá hvernig þeir nýta þetta tækifæri.

Kristján var svo í viðtali um þetta efni í Bítinu í morgun, þar segir hann að þetta hafi ekki gengið átakalaust og þurft hafi að berjast við „kerfið“ og hagsmunaaðila.

Er það ekki í takt við umræðuna í dag?

En ef til vill þurfti stjórnmálamann sem er að hætta til að taka af skarið?


spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir