3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Grásleppuleyfi fyrir páskana veitt næstu tvo daga

Skyldulesning

200 mílur

| mbl
| 29.3.2021
| 12:58
| Uppfært

14:24

Aðeins tveir dagar til stefnu em menn ætla að hefja grásleppuveiðar um páskana.

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Allir þeir grásleppusjómenn sem hafa í hyggju að hefja veiðar um páskana hafa nú aðeins tvo daga til að sækja um grásleppuleyfi, en umsóknir þurfa að berast Fiskistofu fyrir klukkan þrjú síðdegis á miðvikudag.

Fram kemur í tilkynningu á vef stofnunarinnar að veiðileyfi sem greiðist eftir 20:59 að kvöldi miðvikudags virkjast ekki fyrr en 7. apríl.

Margir biðu þess að hægt yrði að hefja veiðar, en vertíðin hófst 23. mars. Veður hefur hins vegar sett strik í reikninginn víða og lá meðal annars Aþena ÞH við bryggju á Húsavík er fréttaritari átti leið þar hjá um helgina. Enginn bátur Húsvíkinga hefur haldið til grásleppuveiða enn sem komið er.

Aþena ÞH með grásleppunetin um borð.

mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir