2.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Grátið á götum Napólí og Búenos Aíres | Myndbönd

Skyldulesning

Fótbolti

Borgarbúar í Búenos Aíres syrgðu Diego Maradona í gær.
Borgarbúar í Búenos Aíres syrgðu Diego Maradona í gær.
getty/Muhammed Emin Canik

Mikill fjöldi fólks safnaðist saman á götum Napólí og Búenos Aíres í gær til að minnast Diegos Maradona. Argentínski snillingurinn lést í gær, sextugur að aldri.

Maradona er í guðatölu í Argentínu og í Napólí á Ítalíu þar sem hann átti sín bestu ár á ferlinum. Hann leiddi Napoli til ítalska meistaratitilsins 1987 og 1990.

Þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir í Argentínu eftir andlát Maradonas og skólum í Napólí var lokað.

„Maradona var eins og faðir, bróðir, fjölskyldumeðlimur fyrir okkur. Það er eins og einhver í fjölskyldunni hafi dáið og það er eins og hluti af Napólí hafi dáið,“ sagði einn stuðningsmaður Napoli.

Hér fyrir neðan má myndbönd frá Napólí og Búenos Aíres þar sem Maradonas var minnst.

Klippa: Maradona minnst í Napólí

Klippa: Borgarbúar í Napólí syrgja Maradona

Klippa: Maradona minnst á götum Búones Aíres

Klippa: Þjóðarsorg í ArgentínuAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir