4 C
Grindavik
9. maí, 2021

Gra­vesen ó­sáttur með sam­herja Ragnars og segir að þeir hefðu átt að banka á dyrnar hjá stjóranum

Skyldulesning

Fótbolti

Thomas Gravesen ræðir við Jonas Wind.
Thomas Gravesen ræðir við Jonas Wind.
Lars Ronbog/Getty

Nú hefur Thomas Gravesen gagnrýnt samherja Ragnars Sigurðssonar hjá FCK fyrir ummæli þeirra um helgina.

Thomas Gravesen, sparkspekingur Eurosport og fyrrum leikmaður t.a.m. Everton og Real Madrid, er ekki ánægður með þá Rasmus Falk og Nicolai Boilesen, samherja Ragnars Sigurðssonar hjá FCK.

Falk og Boilesen stigu fram um helgina og gagnrýndu leiðtogastíl Ståle Solbakken, sem fékk sparkið frá FCK í síðustu viku, eftir samtals tólf ára veru hjá félaginu.

Gravesen segir að leikmennirnir séu að koma með eftir á skýringar og hefðu átt að tala við Ståle þegar gengi FCK var ekki eins og óskað var eftir.

„Leikmennirnir eiga að koma fram þegar þetta gerist en ekki eftir á. Þeir eiga að fara og banka á dyrnar hjá Ståle Solbakken undir fjögur augu og leysa vandamálin því þetta hefur áhrif á þá,“ sagði Gravesen sem var mikið niðri fyrir.

„Þeir eiga að segja að ég er ekki að spila vel. Það er mikilvægt fyrir mig að þetta fari ekki í vitlausa átt og ég þarf þína hjálp svo við gerum þetta saman,“ sagði Gravesen um leikmennina.

Thomas Gravesen er ikke enig i den måde, Boilesen og Falk har håndteret kritikken af Ståle Solbakken på #sdk

— Canal9 (@Canal9dk) December 2, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir