6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Grealish eyðir gömlum tístum um Man City – Virðist ekki þola félagið og heldur með erkifjendunum

Skyldulesning

Jack Grealish, leikmaður Aston Villa, hefur eytt gömlum færslum á Twitter þar sem hann lét í ljós óbeit sína á Manchester City.

Hinn 25 ára gamli Grealish er talinn á leið til Man City. Félagið bauð Villa 100 milljónir punda fyrir hann fyrr í dag. Tilboðið er á borðinu.

Grealish hefur þó ekki alltaf verið hrifinn af Englandsmeisturunum ef marka má gömul tíst hans. Í þokkabót hefur komið í ljós að hann var stuðningsmaður erkifjenda þeirra í Manchester United.

,,Geri það United, vinnið og City tapið, ég get ekki séð City vinna deildina,“ skrifaði Grealish vorið 2012, rétt áður en Man City tryggði sér svo Englandsmeistaratitilinn.

Í öðrum Twitter-færslum lætur hann svo ást sína á Man Utd í ljós.

Gömlu tístin má sjá hér fyrir neðan.

Grealish deleted the tweet looooool pic.twitter.com/pDBgjhgFhS

— Wildman 🐺🇯🇲 (@Wildman_HUGR) July 30, 2021

Jack Grealish made it clear who he wanted to see win the league in 2012 #mufc #mcfc pic.twitter.com/NGDEt5FP1g

— Man United News (@ManUtdMEN) July 30, 2021

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir