Enski boltinn

Matthew Ashton/Getty
Ensku landsliðsmennirnir Jack Grealish og Ross Barkley fylgdu ekki reglum og skemmtu sér vel á veitingastað í gær.
Jack Grealish og Ross Barkley, leikmenn Aston Villa, eru búnir að koma sér í vandræði eftir að hafa tekið þátt í teiti í Lundúnum í gær.
Harðar reglur gilda í Englandi vegna kórónuveirunnar þessar vikurnar og sér í lagi eiga leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar að passa sig — svo hægt sé að spila áfram fótbolta.
Englendingarnir tveir náðust á mynd á Bagetelle veitingastaðnum á laugardaginn þar sem þeir fögnuðu afmæli Barkley. Grealish var mættur sem og nokkrir aðrir vinir Barkley.
Þeir voru mættir á staðnum upp úr klukkan 15 en þar sátu þeir að sumbli og drukki kampavín, vodka, bjór og meira til allan daginn. Heimildarmaður segir að leikmennirnir hafi ekki borið grímu.
Í reglunum í London er mælt með því að fólk hitti bara þær manneskjur sem það býr með og ekki vera hitta fólk sem er ekki í fjölskyldu búbblunni.
Hvorki Grealish né Barkley vildu tjá sig um atvikið en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Grealish kemur sér í vandræði á árinu. Það gerðist einnig í byrjun ársins er hann var tekinn undir áhrifum að keyra Range Rover bíl sinn.