7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Greiða 3.170 kr. fyrir hvert tonn

Skyldulesning

Hvert skip fékk 200 tonn í sinn hlut og má því reikna með að útgerðirnar greiði 3.170 krónur fyrir á hvert tonn eða rétt rúmar þrjár krónur á kíló.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fiskistofa lauk fyrir helgi úthlutun viðbótaraflaheimilda í makríl til skipa í svokölluðum A-flokki, skipa sem veiða með öðrum veiðarfærum en línu og handfærum. Alls fengu 20 skip 4.000 tonn í sinn hlut.

Úthlutunin á sér stað gegn greiðslu og segir í reglugerð að „verð á viðbótaraflaheimildum í makríl skal nema sömu fjárhæð og veiðigjald fyrir makríl og skal það greitt Fiskistofu fyrir úthlutun“. Að þessu sinni þurfa útgerðir að greiða 634.000 krónur á hvert skip og nema heildartekjur af úthlutuninni tæplega 12,7 milljónum króna.

Gert er ráð fyrir að skip í A-flokki þurfi að sækja um sinn hlut af viðbótaraflaheimildum fyrir 10. september ár hvert og er úthlutað því sem er til skiptanna jafnt á milli umsækjenda 16. september ár hvert. Hvert skip fékk 200 tonn í sinn hlut og má því reikna með að útgerðirnar greiði 3.170 krónur fyrir á hvert tonn eða rétt rúmar þrjár krónur á kíló.

Þær útgerðir sem hlutu mest voru Brim hf. og dótturfélagið Ögurvík hf. sem samanlagt fengu þúsund tonn. Þrjú félög fengu 600 tonn, tvö 400 tonn og tvö félög fengu 200 tonn í sinn hlut. Eitt þeirra félaga sem fengu 200 tonn, Útgerðarfélag Reykjavíkur, er stór hluthafi í Brimi.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir