0 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Greiddi 12,5 milljónir fyrir að komast í návígi við Monu Lisu

Skyldulesning

Ónefndur einstaklingur hefur greitt jafnvirði 12,5 milljóna króna til að fá að komast í meiri nálægð við Monu Lisu en gestum Louvre gefst vananlega kostur á.

Hið einstaka tækifæri var meðal upplifana sem boðnar voru upp á uppboði til að fjármagna uppbyggingu safnsins.

Sá heppni mun fá að verða viðstaddur árlega athugun á meistaraverki Leonardo da Vinci en þá er Mona Lisa fjarlægð úr verndarhjúp sínum og ástand hennar metið.

Aðrar upplifanir sem boðið var upp á voru einkaleiðsögn um safnið með safnstjóranum Jean-Luc Martinez og næturleiðsögn um kyndlalýsta sýningarsalina. Báðar fóru á 6 milljónir.

Þá voru einkatónleikar í Caryatids-salnum slegnir á 6,5 milljónir.

Louvre átti einnig samstarf við Cartier og Dior um viðburði. Þannig gaf Cartier armband að andvirði 14 milljóna króna, sem verður afhent vinningshafanum í einkaheimsókn á safnið. Sá mun einnig fá að heimsækja leynilegar vinnustofur skartgripafyrirtækisins í París.

CNN sagði frá.


Tengdar fréttir


Listasafnið í París hefur verið lokað í um fjóra mánuði vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.


Einu þekktasta og fjölsóttasta listasafni heims, Louvresafninu í París, var í dag lokað eftir að ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun um að banna fjöldasamkomur innandyra af ótta við útbreiðslu kórónuveirunnar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir