4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Greindist með vírus sem verður með honum til æviloka

Skyldulesning

Alvaro Moarta framherji Juventus hefur greinst með vírus sem hann mun þurfa að lifa með til æviloka. Frá þessu greinir Andrea Pirlo stjóri Juventus.

Morata fór í ítarlega læknisskoðun eftir tap gegn Porto í síðustu viku. Hann fann fyrir svima þegar hann kom inn sem varamaður.

Nú hefur Morata greinst með Cytomegalovirus (CMV) sem er vírus sem aldrei fer úr líkama hans. CMV veldur slappleika og köldum svita, margir lifa með þennan vírus án þess að vita af honum.

Morata lék aðeins 27 mínútur í leiknum en hann hefur verið mikið veikur og slappur síðustu vikur.

„Hann var fyrst veikur og það hafa verið mörg lítil vandamál hjá honum, nú er komin greining á þessu. Þetta hefur komið í veg fyrir að hann geti æft að fullum krafti og hann hefur dottið úr formi,“ sagði Pirlo.

„Hann er frábær leikmaður og mögnuð persóna, núna getur hann vonandi komist af stað og hjálpað okkur á lokasprettinum.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir