8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Greiningu á mútugreiðslum ábótavant á Íslandi

Skyldulesning

Stjórnarráð Íslands.

Stjórnarráð Íslands.

mbl.is/Ernir

Rannsókn á erlendum mútum og þekking á áhættu tengdri þeim er enn ábótavant á Íslandi. Þetta er niðurstaða starfshóps OECD um mútugreiðslur sem lauk nýlega fjórða stigs mati á framkvæmd Íslands á sáttmála um baráttu gegn mútum og spillingu. 

Íslands var meðal þeirra þjóða sem undirrituðu samninginn í upphafi en eru fyrst núna að hefja sína fyrstu rannsókn á erlendum mútum. Nauðsynlegt er að bæta þekkingu og greiningu á erlendum mútum af hálfu íslenskra stjórnvalda.

Gera tillögur að endurbótum

Starfshópurinn sem framkvæmdi matið á Íslandi, sem hafði fulltrúa 44 landa , gerði tillögur að endurbótum hér á landi og benda á að: 

Sjá þurfi til þess að ásakanir um erlendar mútugreiðslur séu metnar, rannsakaðar ef tilefni er til og rannsakaðar með fyrirbyggjandi hætti með öllum tiltækum ráðum og rannsóknaraðferðum.

Ávarpa þurfi ákveðin lykilatriði í lagaumgjörðinni, s.s. að lengja í fyrningafresti.

Að vitundarvakningar sé þörf, meðal annars þurfi að vekja athygli á nýrri löggjöf um uppljóstrara og minna þurfi á skyldur opinberra starfsmanna til að tilkynna lögbrot.

Að auka þurfi þjálfun og þekkingu hjá lögreglu, dómsvaldi, skattinum og embættismönnum í utanríkisþjónustu til þess að sjá til þess að á Íslandi séu mútugreiðslur greindar, rannsakaðar og kærðar á viðeigandi hátt.

Starfshópurinn fagnar nýrri löggjöf um uppljóstrara, jákvæðri þróun í samþættri nálgun við rannsóknir mála, og lagabreytingum sem snúa að mútumálum og stækkun refsiramma vegna mútugreiðslna.

Innlendar Fréttir