-1 C
Grindavik
21. janúar, 2021

Greinir frá því að móðir sín sé á gjörgæslu með COVID-19

Skyldulesning

Ronaldinho einn skemmtilegasti knattspyrnumaður sögunnar hefur greint frá því að móðir hans berjist nú fyrir lífi sínu, hún fékk COVID-19 veiruna og er nú á gjörgæslu.

Ronaldinho er fertugur en móðir hans, Miguelina Eloi Assis dos Santos er 71 árs gömul. „Kæru vinir, móðir mínn er með COVID og við vonum að hún nái bata,“ segir Ronaldinho í færslu á Twitter.

„Hún er á gjörgæslu og fær alla þá ummönun sem hún þarf,“ segir Ronaldinho en hún er á spítala í Porto Alegre í Brasilíu.

„Ég þakka fyrir bænir ykkar, jákvæð orka þín og hugulsemi mun hjálpa þér mamma. Vertu sterk.“

Ronaldinho er mjög náinn móður sinni, hann var í fangelsi í Paragvæ fyrr á þessu ár en þar sagðist hann sakna móðir sinnar og var hún fyrsta manneskjan sem hann heimsótti eftir dvölina þar. Ronaldinho hafði þá komið til Paragvæ með falsað vegabréf.

Innlendar Fréttir