9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Grét hverja einustu helgi þegar eiginmaðurinn var í burtu

Skyldulesning

Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooneys, segist hafa grátið hverja einustu helgi þegar að Wayne var í burtu að spila knattspyrnu með félagsliði sínu. Frá þessu greinir hún í nýrri heimildarmynd um Rooney.

Hjónin voru aðeins sautján ára þegar að þau fluttu saman í sitt fyrsta hús og Coleen viðurkennir að sú breyting hafi reynst mjög erfið fyrir hana á sínum tíma.

,,Maður taldi að þetta yrði bara frábært og ekkert mál en svo kom annað á daginn þegar Wayne var nánast í burtu hverja einustu helgi. Ég eyddi miklum tíma heima hjá mömmu á þessum tíma, grét bara og grét síðan alla leiðina heim,“ sagði Coleen í heimildarmyndinni um Wayne.

Heimildarmyndin um Rooney verður aðgengileg á streymisveitu Amazon frá og með morgundeginum.

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir