Grét í bílnum eftir úrslitaleik HM – ,,Ég bjóst ekki við þessu“ – DV

0
119

Patrice Evra, goðsögn Manchester United, grét eftir úrslitaleik HM í fyrra er hann sá sína menn tapa gegn Argentínu.

Argentína fagnaði sigri í úrslitaleiknum gegn Frökkum en Evra lék á sínum tíma 59 landsleiki fyrir þá bláklæddu.

Hann viðurkennir að tapið hafi haft stór áhrif og að hafi farið að gráta eftir lokaflautið í eigin bifreið.

,,Ég horfði á leikinn í beinni útsendingu og ég hágrét. Ég bjóst ekki við þessu,“ sagði Evra.

,,Frakkland gegn Argentínu, ég hljóp inn í bíl og ég hágrét. Ég var sárþjáður í þrjá daga. Þetta særði mig svo mikið.“

,,Öll virðing mín fer hins vegar til franska landsliðsins.“