Gréta Karen fagnaði stórafmæli á Evuklæðunum – DV

0
126

Áhrifavaldurinn og söngkonan Gréta Karen Sigurðardóttir átti stórafmæli í dag. Gréta Karen varð 40 ára í dag og virðist eldast eins og franskt vín. Söngkonan fagnaði afmælinu á Evuklæðunum á Instagram.

Skjáskot/Instagram Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Gréta Karen vekur athygli á Instagram. Í október í fyrra klæddist hún kjól sem var keimlíkur heimsfræga kjól Megan Fox.

Svo má ekki gleyma vinkonumyndatökunni sem hún fór í ásamt söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur, en þær myndir gerðu allt vitlaust á sínum tíma, eða þegar hún birti myndband af sér í baði.

Fókus óskar henni innilega til hamingju með daginn.