8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Grillaður Gullostur á steypu­járn­spönnu

Skyldulesning

Grindvíkingurinn Alfreð Fannar Björnsson er án efa mesti dellumaður landsins, tekur allt með trompi hvort sem það snýr að veiðinni, bílasprautun eða öðru.

Og er nýjasta æðið hans að grilla. Og þá þýðir ekkert að eiga eitt grill, heldur á Alfreð sex grill en Alfreð verður með tvo sérstaka jólagrillþætti á Stöð 2 í aðdraganda jólanna.

Fyrsti þátturinn var í vikunni og fór BBQ kóngurinn sjálfur um víðan völl. Þar fór Alfreð meðal annars yfir það hvernig maður grillar gullost á steypujárnspönnu.

Klippa: Grillaður Gullostur á steypu­járn­spönnu

Grillaður Gullostur á steypujárnspönnu með rósmarín, pekanhnetum og hunangi:

Hráefni

Gullostur

Nokkrar rósmarín greinar

Döðlur

Lúka af pekanhnetum

2 msk hunang

Baguett brauð

Olía

Berjasafi

1. Hitið grillið uppí 200 gráður

2. Setjið Gullost á pönnuna

3. Setjið rósmarín, saxaðar döðlur, pekanhentur og hunang yfir

4. Grillið í 10 mínútur eða þangað til osturinn er mjúkur

5. Skerið baguette brauð í littler snittur og bennslið með olíu

6. Grillið brauðið þar til fallega ristað

7. Berið fram með uppáhalds berjasafanum ykkar

Innlendar Fréttir