7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Grímulaus og til vandræða í matvöruverslun

Skyldulesning

Laust eftir klukkan fimm síðdegis í gær barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um mann sem var í annarlegu ástandi, grímulaus og almennt til vandræða í matvöruverslun.

Maðurinn neitaði að fylgja reglum sem starfsmenn báðu hann um að fylgja og var því kallað til lögreglu. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn hins vegar farinn að því er segir í dagbók lögreglu.

Upp úr klukkan níu barst lögreglu tilkynning um líkamsárás þar sem tveir menn veittust að einum manni. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn en sá sem ráðist var á var fluttur á sjúkrahús. Lögregla rannsakar málið.

Svipað mál kom svo upp skömmu eftir klukkan eitt í nótt. Þá barst lögreglu tilkynning um átök milli tveggja manna.

Árásarmaður var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði og var sá sem fyrir árásinni varð fluttur með sjúkrabíl að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Málið er í rannsókn.

Auk þessa voru nokkrir ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir