8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Grímur sem líkjast raunverulegum andlitum – Sjáðu myndbandið

Skyldulesning

Shuhei Okawara, eigandi verslunar í Tokyo sem selur grímur, hefur tekið upp á því að gera ofur-realískar grímur, sem lýta út eins og alvöru mannsandlit. Frá þessu greinir Huffington Post/Reuters-fréttastofan.

Fram kemur að grímurnar verji mann ekki gegn kórónuveirusmiti, en þær geta veitt þér útlit ókunnugs fólks, sem hefur látið prenta andlitin sín á grímurnar..

„Grímuverslanir í Feneyjum selja þér líklega ekki andlit. Það er líklegra til að gerast í fantasíum. En ég ákvað samt að gera það sjálfur.“ sagði Okawara

Grímurnar munu fara í sölu í janúar. Þær verða þó á engu tilboðsverði, en stykkið mun kosta 98.000 yen, sem jafngildir 120.000 íslenskum krónum. Þó býst Okawara við því að eftirspurnin verði mikil.

„Margir viðskiptavina minna líta svo á að hlutirnir sem ég sel eigi að þjóna einhverjum augljósum tilgangi, heldur séu þetta listaverk.“ Sagði Okawara.

Hann hefur ákveðið að byrja einungis með fá andlit, en bæta stöðugt við nýjum og nýjum andlitum.

This hyper-realistic 3D-printed mask can lend you a life-like appearance of a stranger https://t.co/iemvFbPsjX pic.twitter.com/ArOLEHSqNZ

— Reuters (@Reuters) December 16, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir