1 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Grímuskylda barna í 5. – 7. bekk afnumin

Skyldulesning

Kennarar og nemendur í Réttarholtsskóla með andlitsgrímur.

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að börn í 5. – 7. bekk grunnskóla verði undanþegin grímuskyldu og 2 metra nálægðartakmörkunum, líkt og yngri börn í grunnskóla og leikskólabörn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en í minnisblaði sóttvarnalæknis frá 11. nóvember leggur hann einmitt þetta til og að breytingin taki gildi 18. nóvember næstkomandi. 

Þá verður grímuskylda kennara gagnvart þessum börnum einnig afnumin. Skýrt verður kveðið á um að á útisvæðum leik- og grunnskóla séu engar kröfur sem hindra blöndun hópa, né kröfur varðandi fjöldatakmarkanir, nálægðartakmarkanir eða grímunotkun.

„Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið þetta í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis og í samráði við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Reglugerðarbreyting þessa efnis verður birt í Stjórnartíðindum á morgun,“ segir í fyrrnefndri tilkynningu.

Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, eða viðbót við minnisblað hans, hljóðar svo:

„Vegna umræðu um skólahaldi í grunnskólum frá og með 18. nóvember 2020 þá legg ég til eftirfarandi viðbætur við fyrr tillögur frá 11. og 12. nóvember sl.:

Tveggja metra regla og grímuskylda verði afnumin í 5.-7. bekk. Áfram verði tveggja metra regla og grímuskylda nemenda í 8.-10. Bekk í samræmi við fyrri tillögur.

Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildi gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.

Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.

Um fjölda í íþrótta- og tómstundastarfi fari eftir leik- og grunnskólareglunum, þ.e. hámark 50/25.“

Innlendar Fréttir