7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Gripdeild og leigubílstjóri laminn

Skyldulesning

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var par handtekið í vesturhluta borgarinnar, grunað um gripdeild. Við leit fundust meint fíkniefni á þeim. Parið var látið laust að skýrslutöku lokinni. Á þriðja tímanum í nótt var ölvaður maður handtekinn eftir að hann sló leigubílstjóra. Maðurinn var vistaður í fangageymslu.

Um klukkan fimm í nótt var tilkynnt um innbrot í heimahús í vesturhluta borgarinnar. Málið er í rannsókn.

Á fimmta tímanum í nótt var tilkynnt um aðila með stungusár á handlegg. Grunur leikur á að viðkomandi hafi sjálfur veitt sér áverkana. Hann var fluttur á slysadeild.

Á ellefta tímanum í gærkvöldi kom eldur upp í bifreið í Kópavogi. Ekki er vitað um eldsupptök.

Einn ökumaður var handtekinn í nótt, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir