Leikhúsfræðingurinn Jakob. S. Jónsson brá sér í Tjarnarbíó og skrifar um grósku í íslenskri leikist.
Mynd: Heiða Helgadóttir
Seint verður þakkað það starf sem unnið er af þeim leikhópum sem hafa eignast samastað í Tjarnarbíói. Þar er tilraunaleikhúsi – ef svo má kalla – veitt húsaskjól og þarna hafa margar af athyglisverðari sýningum leikársins birst áhorfendum. Vissulega eru verkefnin jafnmisjöfn og þau eru mörg, en á heildina litið verður að telja verkefnaval og listræna úrvinnslu í betri kantinum.
Hér verður gerð grein fyrir þremur sýningum, sem að undanförnu hafa komið á fjalir Tjarnarbíós; tvær þeirra eru enn í sýningu, en sú þriðja var aðeins sýnd tvisvar, en hefur verið það mörg ár í vinnslu og sýningu að mér þykir rétt að gera nokkra grein fyrir henni og leikhópnum.
Hér verður farið nokkrum orðum um þrjár sýningar í Tjarnarbíói sem saman sýna þá grósku sem hefur átt sér stað í íslensku leikhúslífi allt frá því að Vesturport birtist á fjölunum með ný stílbrögð og nýja listræna sýn; það er alþjóðlegi leikhópurinn Reykjavik Ensemble, Finnsk-íslenski leikhópurinn Spindrift og svo leikhópurinn Alltaf í boltanum, sem leitar á ný áhorfendamið.
Glöggt er gests augað Fjórar stjörnur
Reykjavik Ensemble: Djöfulsins snillingur / Fucking genius
Höfundar: Ewa Marcinek og Pálína Jónsdóttir
Leikstjóri: Pálína Jónsdóttir
Leikmynd og búningar: Klaudia Kaczmarek
Ljósahönnun: Ólafur Ágúst Stefánsson
Hljóð og tónlist: Íris Thorarins
Leikarar: Jördis Richter, Heidi Bowes, Jordic Mist, Paul Gibson, Snorri Engilbertsson
Fyrst skal tekin fyrir sú sýning sem síðast var frumsýnd, Djöfulsins snillingur, í flutningi Reykjavik Ensemble, sem mun vera fyrsti alþjóðaleikhópurinn hér á landi sem sett hefur reglulega sýningar á svið og auk þess hlotið þann virðingarsess að vera Listhópur Reykjavíkur sem vonandi auðveldar hópnum að starfa og tryggir honum nokkurt fé. Leikhópurinn er skipaður fjölþjóðlegum og fjöltyngdum listamönnum sem eiga það sameiginlegt að búa hér á landi og eru þar með kraftur sem auðgar leiklistarmenningu okkar, auk þess sem hann í verkum sínum tekur fyrir þær þjóðfélagsbreytingar sem íslenskt samfélag gengur í gegnum um þessar mundir. Það er því óhætt að segja að Reykjavik Ensemble fylli í það menningarlega skarð sem myndast þegar mannfjöldi landsins tekur breytingum og nauðsynlegt reynist að efla menningarlífið til að allir sem á Íslandi búa finnist þeir vera hluti af samfélaginu.
Djöfulsins snillingur er skrifað af listrænum leiðtogum hópsins, skáldinu Evu Marcinek og leikstjóranum Pálínu Jónsdóttur. Þær segja söguna af Urielu, leikkonu af erlendum uppruna sem kemur til Íslands í atvinnuleit. Hún er listamaður og leggur í baráttu við Kerfið og Valdið til að geta fengið að vinna við list sína – í Þjóðarsirkusi Íslands. Hið gervigreindarstýrða Kerfi leggur á hana margvíslegar áskoranir og hún reynir að fá áheyrn hjá Valdinu. Ekki skal ljóstrað upp um endalok sögu Urielu, en saga hennar er grípandi enda sagan vel sögð bæði hvað handrit varðar og úrvinnslu þess á sviðinu.
Í upphafi leggja höfundar og leikstjóri áherslu á hinar kómísku hliðar og auðheyrt að þau atvik í lífi Urielu sem varpað er ljósi á féllu algerlega að smekk áhorfenda, sem augljóslega könnuðust við þetta ástand, að vera fugl í framandi hreiðri, þekkjandi hvorki regluverk Valdsins, Kerfisins né þær óskrifuðu reglur sem móta samfélagið einnig. Í seinni hluta verksins er hert á snörunni og sagan verður samfélagsgagnrýnin og ádeilan hvassari – allt í rökréttu og eðlilegu samhengi.
Leikhópurinn er býsna jafngóður, en þó mæðir mest á Jördisi Richter sem fer með hlutverk Urielu; hún er á sviðinu nánast hverja mínútu leiksins og ber uppi sýninguna að verulegu leyti. Hún nýtur vissulega góðs stuðnings allra annarra, og það má einnig nefna að leikstjórn, leikmynd, búningar, lýsing, já, allt sem heyrir til umhverfis og umgjörðar vinnur að sama marki.
Það er vert að taka fram að þótt leikhópur og listrænir starfskraftar séu flestir af erlendu bergi brotnir þá er full ástæða fyrir alla sem hér búa, starfa og lifa að sjá sýningu Reykjavik Ensemble. Hún segir ekki aðeins frá því sem Uriela verður fyrir og upplifir, hún segir líka sögu okkar samfélags. Það er skylda okkar allra að bregðast við umbreytingum samfélagsins og skoða þær gagnrýnum og þekkingarþyrstum augum, að öðrum kosti verðum við öll útlendingar, án jarðvegs og næringar.
Knattspyrna og kviðmágar Þrjár stjörnur
Alltaf í boltanum í samvinnu við Tjarnarbíó: Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar
Hugmynd: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson og Viktoría Blöndal
Handrit: Sveinn Ólafur Gunnarsson og Ólafur Ásgeirsson
Leikstjóri: Viktoría Blöndal
Tónlist: Valdimar Guðmundsson
Sviðsmynd og búningar: Sólbjört Vera Ómarsdóttir
Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir og Juliette Louste
Dramatúrg: Lóa Björk Björnsdóttir
Sviðshreyfingar: Erna Guðrún Fritzdóttir
Leikarar: Albert Halldórsson, Ólafur Ásgeirsson, Starkaður Pétursson, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Valdimar Guðmundsson
Tveir bræður, Doddi og Óli Gunnar, hittast reglulega til að horfa á alla leiki Manchester United. Þetta er fastur punktur í tilveru þeirra og um leið athvarf þeirra frá umheiminum, þeir fá tilfinningalega útrás yfir leiknum og auk þess gefur fótboltinn þeim tækifæri til að fá sér ærlega neðan í því.
En hér er laugardagurinn þar sem óvæntir hlutir gerast. Kærasti barnsmóður Dodda birtist ásamt söngvaranum Valdimar og veldur því að allt breytist hjá þeim bræðrum. Það er fremur fyndið stílbragð að söngvarinn Valdimar leikur sjálfan sig – og gerir það bara býsna vel! – meðan aðrir leikarar eru í hlutverkum skáldaðra persóna.
Það var auðséð og auðheyrt á frumsýningu að áhorfendur voru vel heima í því menningarumhverfi sem hér var tekið fyrir. Fótboltamenningin er sér á parti og væri verðugt rannsóknarefni fyrir þjóð- og mannfræðinga. Þá væri ekki síður merkilegt fyrir fræðimenn og -konur að skoða viðhorf karla til núverandi kærasta sinna fyrrverandi og kæmi áreiðanlega margt skondið út úr slíkri rannsókn. Hér hafa handritshöfundar einkum valið að beina sjónum að hinum fyndnari birtingarmyndum þessa undarlega kviðmágasambands og reyndar einkennir húmorinn sýninguna frá upphafi til enda og unnendur hins óbærilega léttleika knattspyrnunnar munu eflaust hafa gaman af – og væri ekki síður gaman ef tækist að laða nýja áhorfendahópa í leikhúsið.
Það má svo benda á, að það eru ýmis atriði sem betur mætti fara í saumana á. Það gildir ekki síst um handritið, sem er á köflum losaralegt og laust í reipum og hefði kannski notið góðs af styttingu hér og þar. En ótvírætt gildi þessarar sýningar er að mér sýnist hún meðvitað stefna að því að tala til áhorfendahópa sem leikhúsið að öðru jöfnu vanrækir. Það er vel og óskandi að leikhópnum takist það ætlunarverk sitt.
Karlmennskan sem kerfisvandi Spindrift: „them“
Höfundur: hópurinn
Dramatúrg: Auður Bergdís
Leikstjóri og sviðshreyfingar: Unnur Elísabet Gunnarsdóttir
Sviðsmynda- og búningahönnuður: Sara Blöndal
Tónskáld: Ragnheiður Erla Björnsdóttir
Ljósahönnuður og tæknimanneskja: Juliette Louste
Leikendur (og listrænir stjórnendur Spindrift): Bergdís Júlía Jóhannsdóttir, Tinna Þorvalds Önnudóttir, Marjo Lahti, Anna Korolainen Crevier Spindrift Theatre er finnsk-íslenskur leikhópur, stofnaður árið 2013 og samanstendur af sjö sviðslistakonum. Hópurinn starfar í báðum löndum og hefur sýnt sýningar sínar á Íslandi, í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Bretlandi. Hópurinn hefur sérhæft sig í því sem á enskri tungu nefnist physical theatre, sem þýðir að líkamstjáning og -hreyfing skiptir máli fyrir þá sögu sem segja skal og felur oftar en ekki í sér eins konar „verfremdung“-áhrif, þ.e. að hreyfingar einstakra leikara og leikhópsins virka eins og athugasemd sem varpar nýju ljósi á það sem verið er að segja frá.
Þetta er þakklátt frásagnarbragð í sýningu hópsins á „them“. Sýningin fjallar um þá tilfinningu – í raun sársaukann – sem fylgir því að passa ekki inn, að heyra hvergi til, að vera konur sem sprikla í feðraveldisnetinu en komast hvorki lönd né strönd. Hvernig eiga þær að hasla sér völl, uppgötva mátt sinn og megin, komast undan þeirri karlmennsku sem á einn eða annan hátt er eitruð?
„them“ er í hæsta máta feminísk sýning, þar sem karlmennskan er sýnd sem samfélagsafl, kerfisvandi, ef svo má að orði komast, og hvergi er körlum hallmælt eða lítið úr þeim gert – en það er greinilegt að vandinn er að verulegu leyti sá að þeir taka ekki ábyrgð á sjálfum sér í samræmi við þróun samfélagsins, breytta stöðu konunnar og breytt hlutverk þeirra sjálfra. Karlarnir, sem hér eru sýndir, þar sem leikhópurinn bregður sér í ýmis hlutverk berjast við að opna fyrir tilfinningar sínar, leyfa sér að vera viðkvæmir og uppgötva hvers vegna það er þeim nauðsynlegt.
„them“ fjallar líka um konur sem verða að takast á við karla ef þær eiga að vera til á sömu forsendum og þeir, það er ójafnvægi í samfélagi kynjanna (og spannar örugglega fleiri kyn en bara hin hefðbundnu tvö!) og það er ekki aðeins skylda okkar að takast á við þann veruleika – í meðförum Spindrift Theatre verður sú skylda bæði ljúf og skemmtileg upplifun.
Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Athugasemdir Mest lesið
1
Þórður Snær Júlíusson„Það víkur ekki þegar það labbar á miðri götu og ég er að keyra götuna“
Tilraun stendur yfir við að flytja inn menningarstríð til Íslands sem pólitískir lukkuriddarar hafa getað nýtt sér annars staðar í leit að völdum. Það snýst um að skipta heiminum upp, á grundvelli hræðsluáróðurs, í „okkur“ og „hina“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráðast svo á ímyndaða andstæðinginn.
2
Íbúar um flóttafólk: „Mikið af þessu á flakki á nóttunni“
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu Reykjanesbæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orðróm sem gengið hefur um bæinn, að ógn stafi af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
3
„Það var ekki möguleiki fyrir mig að verða ólétt utan þessa tíma“
Íslensk kona notaði algrím bæði til að koma í veg fyrir barnsburð en einnig sem hjálparhellu þegar hún ákvað að reyna að eignast barn. Ljósmóðir segir það jákvætt að konur séu að skoða fleiri möguleika en minnir á mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks.
4
Hrafnhildur SigmarsdóttirÞrútinn hrútur og kolklikkaðar kuntur
Á meðan æsifréttamennska og feðraveldið vill persónugera eina manneskju sem rödd baráttunnar til að auðveldara sé að skrásetja fall hennar þá neyðast kolklikkaðar kuntur af öllum kynjum til að halda áfram að tuða um tölfræði og skrifa og tala um kynbundið ofbeldi.
5
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
„Ég er föst á heimilinu“
Kona sem beitt er fjárhagslegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi af eiginmanni sínum er föst með honum á sameiginlegu heimili þeirra. Þar sem þau eiga íbúð á hún ekki rétt á fjárhagslegum stuðningi til að flýja út af heimilinu. Maðurinn neitar að skrifa undir skilnaðarpappíra og neitar að selja íbúðina. Hann skammar hana ef hún kaupir sér peysu án þess að fá leyfi.
6
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
Félaganet Róberts Wessman hefur innleyst hagnað af sölu lyfjaverksmiðjunnar í Vatnsmýri á sama tíma og hlutabréfaverð Alvotech hefur hrunið. Árni Harðarson segir að sala félags Róberts á skuldabréfum sem það fékk sem greiðslu fyrir verksmiðjuna sé tilviljun og tengist ekkert synjun Bandaríska lyfjaeftirlitsins á markaðsleyfi til Alvotech.
7
Slökkviliðið bannar búsetu í kolakjallaranum úr Kveik
Slökkviliðinu var tilkynnt um eldhættu í kolakjallaranum úr Kveik fyrir einu ári. Birgir Finnsson slökkviliðsstjóri segir að út frá tilkynningunni hafi slökkviliðið ekki áttað sig á því að um væri að ræða atvinnuhúsnæði. Leigusalinn er hættur að leigja íbúðina því hann vill ekki brjóta lög. Fjölskylda frá Venesúela sem bjó í íbúðinni er komin með nýja íbúð í Breiðholtinu.
Mest lesið
1
Þórður Snær Júlíusson„Það víkur ekki þegar það labbar á miðri götu og ég er að keyra götuna“
Tilraun stendur yfir við að flytja inn menningarstríð til Íslands sem pólitískir lukkuriddarar hafa getað nýtt sér annars staðar í leit að völdum. Það snýst um að skipta heiminum upp, á grundvelli hræðsluáróðurs, í „okkur“ og „hina“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráðast svo á ímyndaða andstæðinginn.
2
Íbúar um flóttafólk: „Mikið af þessu á flakki á nóttunni“
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu Reykjanesbæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orðróm sem gengið hefur um bæinn, að ógn stafi af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
3
„Það var ekki möguleiki fyrir mig að verða ólétt utan þessa tíma“
Íslensk kona notaði algrím bæði til að koma í veg fyrir barnsburð en einnig sem hjálparhellu þegar hún ákvað að reyna að eignast barn. Ljósmóðir segir það jákvætt að konur séu að skoða fleiri möguleika en minnir á mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks.
4
Hrafnhildur SigmarsdóttirÞrútinn hrútur og kolklikkaðar kuntur
Á meðan æsifréttamennska og feðraveldið vill persónugera eina manneskju sem rödd baráttunnar til að auðveldara sé að skrásetja fall hennar þá neyðast kolklikkaðar kuntur af öllum kynjum til að halda áfram að tuða um tölfræði og skrifa og tala um kynbundið ofbeldi.
5
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
„Ég er föst á heimilinu“
Kona sem beitt er fjárhagslegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi af eiginmanni sínum er föst með honum á sameiginlegu heimili þeirra. Þar sem þau eiga íbúð á hún ekki rétt á fjárhagslegum stuðningi til að flýja út af heimilinu. Maðurinn neitar að skrifa undir skilnaðarpappíra og neitar að selja íbúðina. Hann skammar hana ef hún kaupir sér peysu án þess að fá leyfi.
6
FréttirRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech
Félag Róberts seldi skuldabréf í Alvotech á 12 milljarða rétt fyrir verðhrun
Félaganet Róberts Wessman hefur innleyst hagnað af sölu lyfjaverksmiðjunnar í Vatnsmýri á sama tíma og hlutabréfaverð Alvotech hefur hrunið. Árni Harðarson segir að sala félags Róberts á skuldabréfum sem það fékk sem greiðslu fyrir verksmiðjuna sé tilviljun og tengist ekkert synjun Bandaríska lyfjaeftirlitsins á markaðsleyfi til Alvotech.
7
Slökkviliðið bannar búsetu í kolakjallaranum úr Kveik
Slökkviliðinu var tilkynnt um eldhættu í kolakjallaranum úr Kveik fyrir einu ári. Birgir Finnsson slökkviliðsstjóri segir að út frá tilkynningunni hafi slökkviliðið ekki áttað sig á því að um væri að ræða atvinnuhúsnæði. Leigusalinn er hættur að leigja íbúðina því hann vill ekki brjóta lög. Fjölskylda frá Venesúela sem bjó í íbúðinni er komin með nýja íbúð í Breiðholtinu.
8
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Faðir Stefáns studdi hann dyggilega
Ungur að árum var Stefán Vagn Stefánsson byrjaður að fylgja föður sínum, Stefáni Guðmundssyni, á pólitíska fundi. Þegar Stefán Vagn hóf svo stjórnmálaþátttöku hvatti faðir hans hann áfram.
9
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Er sagt að afa hennar hafi þótt þingsetan leiðinleg
Katrín Jakobsdóttir er tengd ættarböndum fjölda stjórnmálamanna. Bæði afi hennar og langafi sátu á þingi og sömuleiðis bæði afasystir hennar og afabróðir. Þó hafði fólk í hennar nærumhverfi, meðal annars bræður hennar, líklega mest áhrif á að hún hóf þátttöku í stjórnmálum.
10
FréttirErfðavöldin á Alþingi
„Frá því að ég var krakki ætlaði ég að verða forsætisráðherra“
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir segir að allir hafi búist við að hún myndi verða pólitíkus. Það hafi komið meira á óvart að Helgi Hrafn bróðir hennar hafi endað þar. Bæði séu þau alin upp við gagnrýna hugsun og mikla pólitíska umræðu.
Mest lesið í vikunni
1
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
2
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
3
Þórður Snær Júlíusson„Það víkur ekki þegar það labbar á miðri götu og ég er að keyra götuna“
Tilraun stendur yfir við að flytja inn menningarstríð til Íslands sem pólitískir lukkuriddarar hafa getað nýtt sér annars staðar í leit að völdum. Það snýst um að skipta heiminum upp, á grundvelli hræðsluáróðurs, í „okkur“ og „hina“. Svarthvíta mynd sem aðgreinir hið „góða“ frá hinu „illa“. Og ráðast svo á ímyndaða andstæðinginn.
4
Sif SigmarsdóttirEiður Smári 1 – Rektor Háskóla Íslands 0
Það er ekki aðeins enska úrvalsdeildin sem bregst nú við vakningu um skaðsemi fjárhættuspila.
5
Íbúar um flóttafólk: „Mikið af þessu á flakki á nóttunni“
Blaðamaður og ljósmyndari Heimildarinnar heimsóttu Reykjanesbæ og tóku nokkra íbúa tali um þann orðróm sem gengið hefur um bæinn, að ógn stafi af flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd.
6
„Það var ekki möguleiki fyrir mig að verða ólétt utan þessa tíma“
Íslensk kona notaði algrím bæði til að koma í veg fyrir barnsburð en einnig sem hjálparhellu þegar hún ákvað að reyna að eignast barn. Ljósmóðir segir það jákvætt að konur séu að skoða fleiri möguleika en minnir á mikilvægi heilbrigðisstarfsfólks.
7
Kona hætti í Menntasjóði eftir skýrslu um eineltistilburði Hrafnhildar
Starfslokasamningar hafa verið gerðir við tvo starfsmenn Menntasjóðs námsmanna eftir að sálfræðifyrirtæki skrifuðu skýrslur um einelti í garð þeirra. Í báðum tilfellum sögðust starfsmennirnir hafa orðið fyrir einelti framkvæmdastjórans Hrafnhildar Ástu Þorvaldsdóttur. Öðru málinu er ólokið en hið seinna er á borði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskólamála.
Mest lesið í mánuðinum
1
„Þau þurftu ekki að deyja“
Snjóflóðið sem féll á Súðavíkurþorp í janúar 1995 kostaði 14 manns lífið. Aðstandendur telja að ný gögn staðfesti fyrri grun þeirra. Yfirvöld hafi gert fjölmörg mistök í aðdraganda flóðsins, hunsað aðvaranir og brugðist skyldum sínum.
2
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
3
„Ég er óléttur“
Stuttu áður en Henry Steinn Leifsson átti að hefja kynleiðréttingarferli, átján ára gamall, tók lífið óvænta stefnu, þegar hann komst að því að hann bar barn undir belti. Hann segir hér frá meðgöngunni og lífi einstæðs föður, djúpinu og léttinum sem fylgir því að vita hver hann er.
4
PistillEndurmörkun nýbakaðs pabba í auglýsingalandi
Matthías Tryggvi HaraldssonFólk sem vinnur við gagnslaust bull
Ögrandi kenning um vinnumálin.
5
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
6
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
7
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
Mest lesið í mánuðinum
1
„Þau þurftu ekki að deyja“
Snjóflóðið sem féll á Súðavíkurþorp í janúar 1995 kostaði 14 manns lífið. Aðstandendur telja að ný gögn staðfesti fyrri grun þeirra. Yfirvöld hafi gert fjölmörg mistök í aðdraganda flóðsins, hunsað aðvaranir og brugðist skyldum sínum.
2
Móðir mannsins sem lést eftir stunguárás: „Ég dæmi ekki foreldra þeirra því ég er sjálf móðir“
Móðir mannsins sem lést á fimmtudag eftir að hafa verið stunginn á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði segist vera með djúpt sár í hjartanu. Sonur hennar hafi átt dóttur í Póllandi en hafi verið hér til að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún er að bugast af sorg en reiknar þó með að mesta sjokkið sé eftir.
3
„Ég er óléttur“
Stuttu áður en Henry Steinn Leifsson átti að hefja kynleiðréttingarferli, átján ára gamall, tók lífið óvænta stefnu, þegar hann komst að því að hann bar barn undir belti. Hann segir hér frá meðgöngunni og lífi einstæðs föður, djúpinu og léttinum sem fylgir því að vita hver hann er.
4
PistillEndurmörkun nýbakaðs pabba í auglýsingalandi
Matthías Tryggvi HaraldssonFólk sem vinnur við gagnslaust bull
Ögrandi kenning um vinnumálin.
5
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður, sem stundum er kallaður áhrifavaldur, var dæmdur í tæplega fjögurra ára skilorðsbundið fangelsi fyrir rán og tilraun til ráns í fyrra. Hann sat í gæsluvarðhaldi í átta mánuði og játaði sök á endanum og kom til Íslands. Við heimkomuna sagði hann sögur um brot sín og afplánun sem ganga ekki alveg upp miðað við dóminn í máli hans.
6
ViðtalFjárhagslegt ofbeldi
Loksins frjáls úr helvíti
Kona sem er að losna úr áratuga hjónabandi áttaði sig ekki á því fyrr en fyrir þremur árum að hún væri beitt andlegu ofbeldi af eiginmanni sínum, og enn síðar að ofbeldið væri einnig bæði kynferðislegt og fjárhagslegt. Hún segir hann iðulega koma með nýjar afsakanir fyrir því að skrifa ekki fjárskiptasamning og draga þannig að klára skilnaðinn. Hún segist stundum hafa óskað þess að hann myndi lenda í bílslysi og deyja. Aðeins þannig yrði hún frjáls.
7
ÚttektErfðavöldin á Alþingi
Þingmennska reynist nátengd ætterni
Af núverandi alþingismönnum er þriðjungur tengdur nánum fjölskylduböndum við fólk sem áður hefur setið á Alþingi. Fimm þingmenn eiga feður sem sátu á Alþingi og fjórir þingmenn eiga afa eða ömmu sem einnig voru alþingismenn. Þessu til viðbótar eru tólf þingmenn nátengdir fólki sem hefur verið virkt í sveitarstjórnum eða hefur verið áhrifafólk í stjórnmálaflokkum.
8
207 milljónir fyrir öryggisvistun eins manns undir stjórn Guðmundar Sævars
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið greiðir einkareknu fyrirtæki 207 milljónir á þessu ári vegna öryggisvistunar eins manns. Forstöðumaður á heimili mannsins Guðmundur Sævar Sævarsson, sem fór í ótímabundið leyfi frá störfum sínum sem deildarstjóri á öryggis- og réttargeðdeildum eftir að Geðhjálp birti svarta skýrslu um starfsemina.
9
Hvað gerðist eiginlega í Elon Musk viðtalinu?
Elon Musk ræddi við fréttamann BBC í tæpa klukkustund nú á dögunum. Viðtalið hefur farið eins og eldsveipur um netheima. Heimildin tók saman megin atriði viðtalsins.
10
Ósýnilegu girðingarnar á Seltjarnarnesi
Til að komast gangandi meðfram austurhluta suðurstrandar Seltjarnarness þyrfti að klöngrast um stórgrýttan sjóvarnargarð. Einkalóðir ná að görðunum og eigendur fasteignanna hafa mótmælt hástöfum, með einstakt samkomulag við bæinn að vopni, lagningu strandstígs milli húsa og fjörunnar en slíkir stígar hafa verið lagðir víða á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár. Lög kveða á um óheft aðgengi almennings að sjávarbökkum.
Nýtt efni
Fór með Valgerði Sverris til Úganda og tekur nú fjölskylduna með
Sveinn H. Guðmarsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, mun í lok sumars flytjast til Úganda til starfa í sendiráði Íslands í Kampala. Hann væntir þess að flutningarnir, sem hugsaðir eru til nokkurra ára, verði talsverð viðbrigði fyrir fjölskylduna og sér í lagi börnin tvö, en vonandi góð reynsla sem þau búi að ævilangt.
Eigandi Arnarlax óttast að tími sjókvía sé senn á enda á Íslandi
Norska laxeldisfyrirtækið Salmar AS, stærsti hluthafi Arnarlax á Bíldudal, hefur áhyggjur af því að tími sjókvía á Íslandi kunni senn að vera á enda. Á sama tíma þróar fyrirtækið aflandslausnir í laxeldi sem flytja eiga iðnaðinn út á rúmsjó.
Gróska í íslenskri leiklist
Leikhúsfræðingurinn Jakob. S. Jónsson brá sér í Tjarnarbíó og skrifar um grósku í íslenskri leikist.
Afplánun Holmes frestað – um sinn
Elizabeth Holmes, sem ætlaði að bjarga heiminum með byltingarkenndri blóðskimunartækni en var dæmd í 11 ára fangelsi fyrir að svíkja fjárfesta, átti að hefja afplánun á fimmtudag. Því hefur nú verið slegið á frest á meðan hún bíður niðurstöðu áfrýjunardómstóls.
Fylgdarlausum börnum verður borgað 405 þúsund krónur til að fara annað
Samkvæmt nýrri reglugerð getur flóttafólk, meðal annars fylgdarlaus börn, nú fengið 75 til 150 þúsund króna viðbótarstyrk fari þau af landi brott áður en frestur til heimfarar er liðinn. Auk þess býðst þeim áfram að fá ferðastyrk og enduraðlögunarstyrk fyrir að fara annað ásamt því sem íslenska ríkið greiðir fyrir þau flugmiðann. Tilgangur styrkjanna er að spara ríkinu kostnað vegna brottvísana.
Öll gögn til að halda úti draumaliðsleik í Bestu deild kvenna til staðar
Íslenskur Toppfótbolti gaf þær skýringar í upphafi Íslandsmótsins í knattspyrnu að ekki væri hægt að bjóða upp á draumaliðsleik fyrir Bestu deild kvenna þar sem tölfræðigögn séu ekki aðgengileg. Það er ekki rétt. Forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna segir viljann einfaldlega skorta hjá Íslenskum Toppfótbolta.
Biden er eldri en íslenska lýðveldið
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti nýverið um framboð sitt til endurkjörs þrátt fyrir að 70 prósent Bandaríkjamanna vilji ekki að hann bjóði sig fram. Prófessor í sagnfræði telur að sterkasta vopn Biden verði að benda á að hann sé allavegana ekki jafn slæmur og Trump.
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Kominn af þingmönnum í báðar ættir
Báðir afar Gísla Rafns Ólafssonar sátu á þingi, fyrir flokka sitt hvoru megin á hinu pólitíska litrófi. Sjálfur var hann lengi vel mjög passasamur með að lýsa ekki pólitískum skoðunum sínum, starfa sinna vegna.
FréttirErfðavöldin á Alþingi
Faðir Stefáns studdi hann dyggilega
Ungur að árum var Stefán Vagn Stefánsson byrjaður að fylgja föður sínum, Stefáni Guðmundssyni, á pólitíska fundi. Þegar Stefán Vagn hóf svo stjórnmálaþátttöku hvatti faðir hans hann áfram.
Veita ekki upplýsingar um jakkaföt lögreglu af öryggisástæðum
Upplýsingar um búnaðarmál lögreglu í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins verða ekki veittar fyrr en að fundi loknum. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra segir of langt seilst að segja að 250 jakkaföt sem keypt hafa verið fyrir óeinkennisklædda lögreglumenn varði þjóðaröryggi en vissulega sé um öryggisástæður að ræða.
Flýti- og umferðargjöldum sparkað fram yfir sumarfrí
Ekkert frumvarp um flýti- og umferðargjöld á höfuðborgarsvæðinu mun koma frá formanni Sjálfstæðisflokksins fyrir þinglok í vor. Fleiri frumvörp sem snerta breytta gjaldtöku af umferð hafa verið felld af þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra boðar fund vegna Súðavíkurflóðs
Krafa aðstandenda þeirra sem fórust í Súðavíkurflóðinu um skipan rannsóknarnefndar var send forsætisráðherra og þingnefnd í síðustu viku. Forsætisráðherra hefur þegar boðað lögmann aðstandendanna á sinn fund. Formaður þingnefndarinnar segir einboðið að setja slíka nefnd á fót. Fyrir því séu bæði efnisleg og siðferðisleg rök.
Mest lesið undanfarið ár
1
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
2
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
3
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
4
„Ég get ekki lifað við þessa lygi“
Sigurlaug Hreinsdóttir segir lögregluna hafa brugðist þegar dóttir hennar hvarf fyrir fimm árum síðan. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu gerir fjölmargar athugasemdir við framgöngu lögreglu í málinu og beinir tilmælum um úrbætur til ríkislögreglustjóra. „Ég biðst einlægrar afsökunar,“ skrifar Grímur Grímsson, sem var hampað sem hetju og tók á móti viðurkenningu sem maður ársins. „Það var ótrúlega sárt,“ segir Sigurlaug. Sér hafi verið fórnað fyrir ímynd lögreglunnar.
5
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
6
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
7
„Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
Katrín Lóa Kristrúnardóttir þóttist heppin þegar henni var tjáð af vinnuveitanda sínum, Helga Vilhjálmssyni í Góu, að hann gæti lánað henni fyrir útborgun í íbúð. Hún hefði þó aldrei þegið slíkt lán ef hún hefði vitað hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýsir því að eftir lánveitinguna hafi hún þurft að sitja undir kynferðislegri áreitni Helga svo mánuðum skipti. Helgi biður Katrínu Lóu afsökunar á framferði sínu.
8
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Mata-systkinin og fyrirtæki þeirra hafa ítrekað verið gerð afturreka með viðskiptafléttur sem fólu í sér að koma mörg hundruð milljóna hagnaði undan skatti. Á sama tíma og fyrirtæki fjölskyldunnar byggja hagnað sinn á sölu matvæla undir tollvernd, hafa þau greitt háar sektir fyrir samkeppnisbrot og lagst í ómælda vinnu við að komast undan því að greiða skatta hér á landi, með viðskiptafléttum í gegnum þekkt skattaskjól.
9
Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
Ingibjörg Lára Sveinsdóttir var sextán ára þegar henni var ekið á Litla-Hraun í heimsóknir til manns sem afplánaði átta ára dóm fyrir fullkomna amfetamínverksmiðju. Hún segir sorglegt að starfsfólk hafi ekki séð hættumerkin þegar hún mætti. Enginn hafi gert athugasemd við aldur hennar, þegar henni var vísað inn í herbergi með steyptu rúmi þar sem hennar beið töluvert eldri maður með hættulegan afbrotaferil.
10
Magdalena – „Til þess að fá nálgunarbann, þá verður þú að fá hann til að ráðast á þig“
Magdalena Valdemarsdóttir var föst í ofbeldissambandi í 10 mánuði og segir ofbeldið hafi haldið áfram þrátt fyrir sambandsslit. Alvarlegt ofbeldi á sér stundum stað eftir sambandsslit og það er ekkert sem segir að þegar ofbeldissambandi sé slitið þá sé ofbeldið búið. Árið 2017 kærði Magdalena barnsföður sinn fyrir tilraun til manndráps. Barnsfaðir hennar fékk 18 mánað fangelsi fyrir húsbrot, eignaspjöll og líkamsárás með því að hafa ruðst inn til hennar, slegið hana tvívegis með flötum lófa í andlit en jafnframt tekið hana í tvisvar sinnum kverkataki með báðum höndum þannig að hún átti erfitt með að anda en hún var gengin 17 vikur á leið með tvíbura þeirra.