1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Grunar að morðinginn hafi borðað fórnarlambið

Skyldulesning

Martin Steltner, saksóknari í Berlín, sagði í gær að 44 ára karlmaður sem hafði verið saknað síðan í byrjun september hafi líklega verið myrtur. Bein úr manninum fundust í skógi í Berlín fyrir 11 dögum. Hans hafði verið saknað síðan 5. september. 41 árs karlmaður hefur verið handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að hafa myrt manninn. Talið er að kynferðislegar hvatir hafi legið að baki morðinu og jafnvel áhugi á að stunda mannát.

Rannsókn lögreglunnar á beinunum leiddu í ljós að maðurinn var myrtur. Lögreglan segir að hann hafi starfað í byggingariðnaðinum í borginni. Hann yfirgaf íbúð sína skömmu fyrir miðnætti 5. september og spurðist ekkert til hans fyrr en beinin fundust. Rannsókn lögreglunnar leiddi hana á slóð hins meinta morðingja.

Bild segir að hann sé stærðfræðikennari og hafi hann og fórnarlambið hist á stefnumótasíðu á netinu og ákveðið að hittast. Segir blaðið að lögregluna gruni að maðurinn hafi borðað fórnarlambið því á mörgum beinanna var ekkert hold. Blaðið segir einnig að við rannsókn hafi komið í ljós að maðurinn hafði leitað sér upplýsinga um mannát á netinu.

Málið vekur upp minningar um mál „mannætunnar frá Rotenburg“ frá 2006. Þá var þýskur maður dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið manneskju, hlutað lík hennar í sundur og borðað það að hluta.

Innlendar Fréttir