Guardiola: Haaland verður í vandræðum – DV

0
124

Það er ekki markmið Erling Haaland að bæta met á Englandi og er hann einbeittur að því að hjálpa Englandsmeisturunum að ná sínum markmiðum.

Þetta segir Pep Guardiola, stjóri Man City, eftir leik liðanna við Burnley í enska bikarnum í gær sem lauk með 6-0 sigri þess fyrrnefnda.

Erling Haaland skoraði þrennu í leiknum og um leið sína sjöttu þrennu á tímabilinu sem er í raun ótrúlegur árangur.

Guardiola segir að Haaland sé ekki að eltast við persónuleg met og að hans markmið sé að Man City vinni þá leiki sem liðið spilar.

,,Þessi gæi, Haaland, verður í vandræðum í framtíðinni því allir búast við að hann skori þrjú eða fjögur mörk í hverjum leik og það mun ekki gerast,“ sagði Guardiola.

,,Ég þekki hann og honum er alveg sama. Hann er svo jákvæður einstaklingur. Hann kvartar ekki svo lengi sem liðið er að spila sinn leik og hann mun skora mörk. Það markmið sem hann vill ná? Ég veit það ekki.“

Enski boltinn á 433 er í boði