8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Guardiola ráðleggur eigendum Arsenal varðandi Arteta

Skyldulesning

Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að það væru stór mistök hjá Arsenal að reka Mikel Arteta úr starfi. Ár er liðið frá því að Arteta sagði upp sem aðstoðarmaður Guardiola til að taka við Arsenal.

Eftir öfluga byrjun með liðið hefur kálið súrnað undir stjórn Arteta og er Arsenal nú í kjallarabaráttu. Tap gegn Burnley á heimavelli um liðna helgi hefur sett pressu á stjórann.

„Stundum þegar félag er að ganga í gegnum svona erfiða tíma, þá þarf að gefa sér tíma. Ég myndi segja við stjórn Arsenal að efast ekkert um hæfileika Arteta til að koma Arsenal þangað sem félagið á heima,“ sagði Guardiola.

„Arsenal gæti ekki haft betri stjóra til að leiða félagið næstu árin, það er enginn betri en hann.“

„Hann er einn besti þjálfari sem ég hef unnið með og séð að störfum. Hann elskar félagið, ef hann elskaði ekki Arsenal þá væri hann enn að starfa með mér.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir