2 C
Grindavik
24. nóvember, 2020

Guardiola vill sjá Messi enda í Barcelona

Skyldulesning

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vill sjá Lionel Messi enda ferilinn í Barcelona. Þetta kemur fram á vef Sky sports.

Í sumar var orðrómur þess efnis að Messi væri á leið til Manchester City.

Guardiola, sem nýverið skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við City, ber sterkar taugar til Barcelona eftir að hafa verið þar sem leikmaður.

„Messi er leikmaður Barcelona og ef þið spyrjið mig þá er ég mjög þakklátur Barcelona fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig sem leikmaður, þau gáfu mér allt, frá byrjun til enda,“ segir Guardiola.

„Sem aðdáandi Barcelona vil ég að Messi endi ferilinn þar. Samningurinn hans rennur út eftir þetta tímabil og við vitum ekki hvað gerist eftir það eða hvað hann er að hugsa,“ bætti Guardiola við.

Manchester City situr í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og spilar við Tottenham á morgun.

Innlendar Fréttir