-1 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Guði sé lof fyrir makrílinn!

Skyldulesning

Nú stendur makrílvertíðin sem hæst og mikið fjör í kringum veiðar og vinnslu. Einn er sá maður sem hvað mest bíður eftir þessum árstíma, og iðar í skinninu eftir að sjá makrílinn fljóta um vinnslulínuna. Það er Hugi Jónsson ættaður að vestan og menn þaðan kalla nú ekki allt ömmu sína er kemur að sjósókn og veiðum.

Hugi hefur verið hér um borð í nokkur ár og er alltaf jafn spenntur þegar líður að makrílveiðum sem byrja um og uppúr júlímánuði.

„Það verður að segjast eins og er að það fer nettur fiðringur um mann þegar fer að vora og vertíðin fer að nálgast. Eftir sjómannadag fer fiðringurinn vaxandi og mig fer að dreyma vaðandi makríl og hugsunin um það sem koma skal í veiðum og vinnslu er svo spennandi að maður á erfitt með svefn meira og minna allan júnímánuð. Svo þegar líður að þessu þá er tindinum náð, það er ekkert sem jafnast á við þetta, hífa sjá spriklandi makrílinn í trollinu og sjá hann síðan flæða um vinnsluna.“

Hugi ljómar þegar hann lýsir þessu fyrir blm og augun verða fjarræn og glitrandi.

„Ég er svo heppinn þessa vertíðina að fá að vera í tækjunum og slá úr þeim og það er í einu orði sagt dásamlegt“ segir Hugi hamingjusamur. „ Þó ekki væri nema fyrir það að fá möguleikann að vinna með bindivélunum, sem hafa verið eins og hugur manns allan túrinn. Allt rennur smurt og ljúft og ég get ekki séð né fundið að hér hafi verið nokkur vandamál við vinnslu á þessum eðalfisk. Svo er hreint dásamlegt þegar þetta er góð blanda af síld og makríl og ekki amalegt að fá dass af silfri hafins með í guðdómlegheitin. Það er hreinn unaður að sjá þetta flæða um vinnslulínuna með öllu sínu glitri og glæsileika.

Það eru líka allir mjög samstilltir og gríðarlega vel sett í pönnurnar þannig að aldrei, ég endurtek aldrei neitt sem stendur útúr pönnunum sem gerir það að verkum að illa raðast í kassana.. Sumir hafa kvartað yfir þessu en það er bara tóm vitleysa, maður hlustar ekkert á svona kjaftæði. Sjá menn ekki hvað það er mikill unaður og mikil auður að fá að vinna við makrílinn? Ég bara skil ekki hvað menn geta sett sig upp á móti þessum veiðiskap, þetta er hápunkturinn á mínum sjómannsferli og ekki loku fyrir það skotið að ég leiti fyrir mér á skipi sem hefur meiri kvóta en þetta skip. Þau mál eru í vinnslu, því það veit sá sem allt veit að þetta vildi ég gera allt árið um kring.“

Hugi var orðinn óðamála svo blm varð að ná honum niður með öllum ráðum. Hann var fullur áhuga yfir makrílnum og gat ekki beðið eftir næsta hífoppi svo hægt væri að handleika þessa guðsins lystisemd

„ Þetta er það sem lífið snýst um!

Guði sé lof fyrir makrílinn!!!

 

Innlendar Fréttir