1 C
Grindavik
27. nóvember, 2020

Guðjón Þórðar hættur hjá Víking Ólafsvík

Skyldulesning

Guðjón Þórðarson, sem þjálfaði Víking Ólafsvík síðastliðið ár, er hættur hjá félaginu. RÚV greinir frá.

Guðjón segir í færslu á Facebook að ekki hafi náðst samkomulag um áframhaldandi samstarf.

„Ljóst er orðið að ég verð ekki í þjálfari Víkings Ólafsvík á næstu leiktíð þó ég hafi haft áhuga á því. Mismunandi áherslur sem leiddu til þess að ekki náðist samkomulag um framhald á samstarfi. Þrátt fyrir að ég hafi gert þeim tilboð sem ég tel að hafi verið mjög sanngjarnt miðað við gefnar forsendur og mun lægra en forveri minn í starfi hafði. Ég óska Víkingum alls hins besta og þakka samstarfið. Leikmönnum, aðstoðarmanni og öðru samstarfsfólki vil ég þakka sérstaklega fyrir gott samstarf. Fótboltakveðja,“ segir Guðjón á Facebook-síðu sinni.

Undir stjórn Guðjóns endaði Víkingur Ólafsvík í núnda sæti í Lengjudeildinni. Þeir sigruðu fimm leiki, fjórir enduðu með jafntefli og 11 lauk með tapi.

Innlendar Fréttir