0 C
Grindavik
23. nóvember, 2020

Guðlaugur tekur við Þrótti

Skyldulesning

Íslenski boltinn

Þróttur er fjórða liðið sem Guðlaugur Baldursson þjálfar.
Þróttur er fjórða liðið sem Guðlaugur Baldursson þjálfar.
vísir/bára

Guðlaugur Baldursson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Þróttar í fótbolta. Hann skrifaði undir fjögurra ára samning við félagið og hefur störf 1. desember.

Þróttur hefur átt erfitt uppdráttar undanfarin tvö ár og verið hársbreidd frá því að falla niður í 2. deild.

„Ég átta mig á að þetta er krefjandi verkefni sem ég er að takast á við en um leið mjög áhugavert. Þróttur er stórt knattspyrnufélag sem á mikla möguleika og það verður spennandi að leiða félagið áfram á næstu árum, með það fyrir augum að byggja upp sterkt lið og koma því í efstu deild,“ segir Guðlaugur í frétt á heimasíðu Þróttar.

Guðlaugur var síðast aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann er gríðarlega reyndur og þjálfaði áður meistaraflokk karla hjá ÍBV, ÍR og Keflavík.

Síðast þegar hann tók við liði í næstefstu deild (Keflavík) kom hann því upp í efstu deild í fyrstu tilraun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

Innlendar Fréttir