4 C
Grindavik
21. apríl, 2021

Guðmundur nýr framkvæmdastjóri Frosts

Skyldulesning

Jóhannesarguðspjall.

Smásaga um fót

Guðmundur H. Hannesson hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra í Kælismiðjunni Frost af Gunnari Larsen.

Ljósmynd/Aðsend

Það varð breyting í brúnni hjá Kælismiðjunni Frost um mánaðarmótin en þá tók Guðmundur H. Hannesson við starfi framkvæmdastjóra af Gunnari Larsen sem verið hefur framkvæmdastjóri síðustu 15 ár, að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Guðmundur er enginn nýgræðingur og tók þátt í stofnun þess árið 1993. Þá hefur hann frá 2001 stýrt sölu- og tæknideild fyrirtækisins og vann þar áður í uppsetningu búnaðar og þjónustu.

Nítján hluthafar

Hluthafar Kælismiðjunnar Frost eru nítján talsins en hópur starfsmanna á meirihluta í félaginu. Aðrir hluthafar eru fjárfestingafélögin Kaldbakur og KEA. Starfsmenn eru rúmlega 60 talsins. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri en starfsstöðvar eru í Garðabæ, á Selfossi og í Kolding í Danmörku.

„Okkar stærsti markaður er og verður í sjávarútvegi og hryggjarstykkið er heimamarkaðurinn hér á Íslandi, uppsetning og viðhald frysti- og kælikerfa í vinnslum og skipum. Vöxtur fyrirtækisins hefur verið mestur á erlendum mörkuðum í sölu og uppsetningu frystikerfa, auk þess sem tæknileg ráðgjöf og hönnun kerfa er stöðugt vaxandi þjónustuþáttur. Sú þróun mun halda áfram,“ segir Guðmundur.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir