-3 C
Grindavik
22. janúar, 2021

Guðni ræddi við Freyr, Rúnar og Heimi

Skyldulesning

Guðni Bergsson formaður KSÍ ræddi við Freyr Alexandersson, Rúnar Kristinsson og Heimi Guðjónsson um að taka við A-landsliði karla, áður en hann réði Arnar Þór Viðarsson í starfið.

Arnar var ráðinn til starfa í dag en Guðni ræddi einnig við Lars Lagerback og þrjá aðra erlenda þjálfara..

„Ég ræddi við Lagerback um hvar hans hugur stæði. Það var ekki heilt starf á þessum tímapunkti sem hann leitaðist eftir, það kom aldrei inn í myndina. Við ræddum ekki þann möguleika,“ sagði Guðni.

Hann sagði svo frá samtölum sínum við íslensku þjálfara. „Ég ræddi við Frey og við áttum góða fundi saman, ég talaði líka við Rúnar Kristinsson og við áttum góðan fund og líka við Hemi Guðjónsson. Við ræddum um stöðu landsliðsins og fótboltans, þeirra sýn á fótboltann.“

„Á endanum var þetta niðurstaðan, svo voru erlendir kostir fyrir utan Lagerback sem ég ræddi við. Þrír erlendir kostir en ég vil halda trúnaði með það.“

Innlendar Fréttir