2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Gulldrengir Manchester United standa í ströngu

Skyldulesning

Nokkrir af hinum fræga ’92 árgangi Manchester United sem eiga nú enska knattspyrnufélagið Salford City standa í ströngu þrátt fyrir gott gengi innan vallar. Opinberað hefur verið að Salford City hafi tapað 8,5 milljónum punda undanfarin tvö ár. Daily Mail greindi frá.

Þrátt fyrir að Salford hafi tekist að vinna sig úr utandeild Englands upp í ensku D-deildina á undanförnum árum hefur kórónuveirufaraldurinn sett stórt strik í reikninginn fyrir þá Gary Neville, Phil Neville, Nicky Butt, Paul Scholes, Ryan Giggs og David Beckham, fyrrum leikmenn Manchester United sem eiga nú Salford City.

Félagarnir tóku yfir eignarhald á félaginu árið 2014 og það er nú í bullandi séns á að tryggja sér sæti í úrslitakeppni ensku D-deildarinnar.  Frá því árið 2014 hefur verið farið í miklar endurbætur og uppbyggingu á aðstöðu félagins, til að mynda hefur leikvangur félagsins tekið miklum stakkaskiptum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir