200 mílur | mbl | 12.4.2023 | 11:59
Gullver NS landaði fullfermi. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Ómar Bogason
Veiðin gekk vel en erfitt var að ná ufsa, segir Þórhallur Jónsson skipstjóri á ísfisktogaranum Gullver NS um síðasta túr í færslu á vef Síldarvinnslunnar.
Gullver kom til hafnar á Seyðisfirði aðfararnótt páskadags með fullfermi, alls 120 tonn.
„Við fórum út á mánudagskvöld og komum inn aðfaranótt sunnudagsins. Við vorum að veiðum frá Hvalbakshalli og vestur á Mýragrunn. Það gekk vel að fiska þorsk og ýsu en okkur gekk heldur erfiðlega að finna ufsa og karfa að einhverju ráði. Það var fínasta veður lengst af í túrnum,“ segir Þórhallur.
Gullver hélt til veiða á ný í gærkvöldi.