1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Gunnar Einarsson ráðinn þjálfari Víkings Ólafsvíkur

Skyldulesning

Íslenski boltinn


Ísak Hallmundarson skrifar

Gunnar Einarsson (t.v.) hefur gert samning við Víking Ólafsvík.
Gunnar Einarsson (t.v.) hefur gert samning við Víking Ólafsvík.
Mynd/UMFVíkingur

Gunnar Einarsson hefur verið ráðinn þjálfari Víkings frá Ólafsvík í Lengjudeild karla. Hann tekur við liðinu af Guðjóni Þórðarsyni.

Gunnar er 44 ára og skrifar undir tveggja ára samning en hann stýrði Kára í 2. deild á nýliðnu keppnistímabili og hafði áður þjálfað Leikni og yngri flokka Vals. Í tilkynningu frá Ólafsvíkingum segir að Gunnar sé spennandi ungur þjálfari.

Gunnar átti farsælan feril sem leikmaður og varð Íslandsmeistari fjórum sinnum, þrisvar með KR og einu sinni með Val. Hann lék einnig sem atvinnumaður í Hollandi og á einn A-landsleik fyrir Íslands hönd.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir