5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Gunnleifur: „Ég lá and­vaka yfir þessu á nótt­unni og auðvitað var það erfitt“

Skyldulesning

Gunnleifur Gunnleifsson einn fremsti markvörður í sögu Íslands hefur lagt hanska sína á hilluna, 45 ára gamall. Gunnleifur hefur átt magnaðan feril hér á landi auk þess að vera hluti af íslenska landsliðinu um nokkurt skeið.

Gunnleifur varð Íslandsmeistari með FH en lék síðustu ár ferilsins með Breiðabliki. Nú þegar hanskarnir fara á hilluna fer Gunnleifur að þjálfa yngri flokka félagsins.

Í viðtali við Morgunblaðið fer Gunnleifur yfir mestu vonbrigðin á ferli sínum, hann segir þau hafa komið vorið 2016 þegar Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson völdu hóp 23 manna sem fór á Evrópumótið í Frakklandi. Gunnleifur hafði verið í hópnum í undankeppninni en missti af sæti til Frakklands.

„Von­brigðin við að fara ekki á EM voru gríðarleg á sín­um tíma. Það var eins og að missa ná­inn ætt­ingja. Ég lá and­vaka yfir þessu á nótt­unni og auðvitað var það erfitt,“ segir Gunnleifur við Morgunblaðið.

Gunnleifur hefur lengi hugsað um málið og segir. „Ég trúi því hins veg­ar núna að það hafi átt að ger­ast og það er bara fínt. Það var margt erfitt í þessu, það var erfitt að tapa úr­slita­leikj­um, erfitt að fara frá liðum þar sem manni leið vel og erfitt að gera mis­tök í leikj­um. Það var fullt af erfiðum augna­blik­um, en ef ég þyrfti að nefna eitt atriði var það að missa af EM mestu von­brigðin.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir