9.3 C
Grindavik
25. september, 2022

Gylfi: Afhverju skoðar dómarinn þetta ekki sjálfur?

Skyldulesning

Undir lok leiks Everton og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu vildu heimamenn í Everton fá vítaspyrnu í stöðunni 0:1. Boltinn fór þá klárlega í hendi Rodri en bæði dómara leiksins og Varsjánni fannst það ekki vera víti. Tómas Þór Þórðarson, Bjarni Þór Viðarsson og Gylfi Einarsson ræddu atvikið í þætti helgarinnar af Vellinum.

„Þetta er ekki flókið. Þetta er bara eins mikil vítaspyrna og það verður held ég. Ég næ því ekki hvernig það er hægt að flauta ekki víti á þetta,“ sagði Gylfi.

Þá var spiluð upptaka af Dermot Gallagher, fyrrum dómara í deildinni þar sem hann sagði sína skoðun á málinu.

Umræðuna í heild sinni má finna í spilaranum hér að ofan.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir