4 C
Grindavik
5. mars, 2021

Gylfi ber fyrirliðabandið er Everton tekur á móti Arsenal – Enginn Aubameyang

Skyldulesning

Everton tekur á móti Arsenal í 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikið verður á Goodison Park í Liverpool og hefjast leikar kl 17:30.

Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton og er fyrirliði liðsins sem er í fínu formi eftir tvo sigra úr seinustu tveimur leikjum sem voru gegn Chelsea og Leicester City. Everton situr í 5. sæti deildarinnar fyrir leikinn og vonast til þess að færast ofar í töflunni með sigri í dag.

Byrjunarlið Everton:


Pickford, Holgate, Keane, Mina, Godfrey, Iwobi, Davies, Doucoure, Sigurdsson, Richarlison, Calvert-Lewin

Arsenal er í vandræðum í ensku úrvalsdeildinni og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Síðasti sigurleikur liðsins í deildinni kom þann 1. nóvember gegn Manchester United.

Stuðningsmenn liðsins eru orðnir óþreigjufullir og Mikel Arteta þarf að fara sefa óánægjuraddir með góðum úrslitum.

Arsenal situr í 15. sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag.

Athygli vekur að Pierre-Emerick Aubameyang, er ekki í leikmannahóp Arsenal í dag. Heimildir herma að hann sé að glíma við smávægileg meiðsli í kálfa.

Byrjunarlið Arsenal:


Leno, Holding, Luiz, Tierney, Maitland-Niles, Elneny, Ceballos, Saka, Pepe, Willian, Nketiah

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir