7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Gylfi: Fékk gæsahúð

Skyldulesning

Þetta var erfitt í kvöld. Við þurftum að verjast fram að síðustu sekúndu en þetta voru mjög mikilvæg þrjú stig,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson við Sky eftir 1:0-sigur Everton á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Gylfi skoraði sigurmarkið úr víti í fyrri hálfleik og var markið það fyrsta sem Gylfi skorar í deildinni á leiktíðinni. Hann var ánægður með að halda hreinu gegn sterku liði Chelsea. „Chelsea hreyfir boltann vel og eru góðir fram á við, en við lögðum áherslu á varnarleik á æfingum og það skilaði sér í kvöld,“ sagði Gylfi.

Gylfi fékk að taka vítið eftir samtal við Dominic Calvert-Lewin sem náði í vítaspyrnuna. „Framherjar vilja alltaf taka vítin sem er gott. Það væri vesen ef enginn myndi vilja taka víti. Það var gott að sjá boltann í netinu og enn betra að þetta var sigurmark,“ sagði Gylfi.

Leikið var fyrir framan 2.000 áhorfendur í kvöld og var Gylfi ánægður með að sjá stuðningsmenn á pöllunum á ný. „Ég var næstum því búinn að gleyma því hvernig það var að spila fyrir framan áhorfendur. Ég fékk gæsahúð,“ sagði hann.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir