3 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Gylfi lagði upp sigurmarkið þegar Arsenal tapaði enn einum leiknum

Skyldulesning


Arnar Geir Halldórsson skrifar

Gylfi lagði upp mark fyrir Yerri Mina.
Gylfi lagði upp mark fyrir Yerri Mina.
vísir/Getty

Vandræði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni halda áfram en liðið tapaði fyrir Everton á Goodison Park í kvöld.

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið.

Varnarmaðurinn seinheppni í liði Arsenal, Rob Holding, kom Everton yfir með klaufalegu sjálfsmarki á 22.mínútu. á 35.mínútu jafnaði Nicolas Pepe metin fyrir Arsenal með marki úr vítaspyrnu sem dæmd hafði verið á Tom Davies.

Heimamenn fóru engu að síður með forystu í leikhléið þar sem Yerri Mina skallaði hornspyrnu Gylfa í netið á síðustu mínútu fyrri hálfleiks.

Ekkert mark var skorað í síðari hálfleiknum og 2-1 sigur Everton staðreynd.

Arsenal vann síðast deildarleik þann 1.nóvember síðastliðinn og situr liðið nú í 15.sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsvæðinu.


Innlendar Fréttir