Gylfi Þór meiddur og ekki með í kvöld – Vísir

0
34

Fótbolti

Gylfi Þór meiddur og ekki með í kvöld Gylfi Þór lék sinn fyrsta leik fyrir Lyngby á dögunum Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í leikmannahópi danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby sem mætir OB í kvöld. Gylfi er að glíma við smávægileg meiðsli. 

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Lyngby þar sem leikmannahópur liðsins fyrir leik dagsins gegn OB er opinberaður. 

Gylfi spilaði sinn fyrsta leik í rúm tvö ár fyrir rúmum hálfum mánuði síðan en sá leikur var jafnframt hans fyrsti fyrir Lyngby. 

Íslendingarnir Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen eru þó á sínum stað í leikmannahópi Lyngby sem er sem stendur í 7.sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. 

Freyr Alexandersson er sem fyrr þjálfari Lyngby.

TRUPPEN TIL DAGENS KAMP ER KLAR

Truppen der i aften skal forsøge at tage point med hjem fra Odense er blevet udtaget

Freyr Alexandersson har måtte se bort fra de småskadede spillere Gylfi Sigurdsson og Parfait Bizoza, imens Lauge Sandgrav og Johan Meyer ligeledes sidder pic.twitter.com/Ff3l514nWG

— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) October 2, 2023 Mest lesið
Fleiri fréttir Sjá meira Mest lesið