8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Gylfi tryggði Everton sigur

Skyldulesning

Gylfi fagnar marki sínu í kvöld.

Gylfi fagnar marki sínu í kvöld.

AFP

Everton vann 1:0-heimasigur á Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði sigurmark Everton úr víti á 22. mínútu.

Jonathan Moss dómari leiksins dæmdi víti er Edouard Mendy í marki Chelsea keyrði Dominic Calvert-Lewin niður innan teigs og Gylfi fór á punktinn og skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu af miklu öryggi.

Eftir markið sótti Chelsea töluvert, en tókst ekki að finna leið framhjá Jordan Pickford í marki Everton sem lék afar vel. Gylfi fór af velli á 82. mínútu en íslenski landsliðsmaðurinn lék heilt yfir mjög vel.

Með sigrinum fór Everton upp í 20 stig og sjöunda sæti, en Chelsea er áfram með 22 stig og í þriðja sæti.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir