Haaland bætti met Mo Salah í kvöld – DV

0
144

Erling Braut Haaland bætti met í kvöld í sigri Manchester City á Arsenal.

City vann 4-1 sigur í uppgjöri toppliðanna og er útlitið gott fyrir meistarana í titilbaráttuna.

Haaland skoraði fjórða mark City í leiknum.

Þetta var hans 33. mark á leiktíðinni og setti hann þar af leiðandi met í 38 leikja móti.

Metið fyrir átti Mohamed Salah, sem skoraði 32 mörk fyrir Liverpool leiktíðina 2017-2018.

City á enn eftir að spila sjö leiki á tímabilinu og getur norski framherjinn bætt vel í metið.

33 – Erling Haaland has scored 33 goals in the Premier League this season, a new record in a 38-game campaign:

33 – Erling Haaland (2022-23)
32 – Mohamed Salah (2017-18)
31 – Luis Suárez (2013-14)
31 – Cristiano Ronaldo (2007-08)
31 – Alan Shearer (1995-96)

Predator. pic.twitter.com/DeUqs2OFiU

— OptaJoe (@OptaJoe) April 26, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði